Fossatún Sveitahótel og Rock ´n´ Troll Kaffihús (veitingahúsið) verður lokað yfir jól og nýár 24. 25. 26. 31. desember og 1. janúar. Opið verður í Poddum og Sólarlagsbústað ásamt aðgengi að eldhúsi, heitum pottum ofl.

Kveðja frá Fossatúni
Í Fossatúni eru göngustígar um einstakt landslag, víðáttu útsýni og einstök náttúra, bæði á björtum sumardögum og dimmum vetrarnóttum upplýstum af norðurljósum.
10% ódýrara þegar þú bókar hér!
Þegar pantað er í gegnum netið hér á heimasíðunni skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.
- Velja Book Now, hér að neðan og síða með gistimöguleikum opnast
- Velja Check in – dag, velja Check out – dag, velja fjölda gesta og þann gistmöguleika sem þú ert að leita eftir, hótel, gistihús, podd eða tjaldsvæði
- Velja gerð herbergis eða tjaldsvæðis sem þú villt bóka með því að smella á Quantity (magn/fjöldi) og velja 1 ef þú ætlar að panta 1 herbergi/stæði, 2 ef þú villt fleiri o.s.frv.
- Þá opnast lítill gluggi þar fyrir neðan Guests og þú setur inn fjölda gesta. (Börn í aukarúmi eru valin í extra möguleikunum sem koma þegar þú fyllir inn á næstu síðu) Smella svo á Book.
- Hér þarftu að byrja á því að slá inn á afsláttarkóða/voucher code: Troll10. Fylla út persónuupplýsingar svo og kortaupplýsingar. Smellir á Confirm. Þar með er pöntun staðfest og þú færð upp síðu með upplýsingum þess sem þú varst að panta.



