Fossatún Sveitahótel

Home / Fossatún Sveitahótel

 

Verð fyrir að bóka herbergi í Fossatún sveitahóteli kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þar kemur líka upp Troll10 voucher sem gefur afslátt sem ekki fæst sé bókað annarsstaðar frá.

Ímyndaðu þér að vakna og horfa út á fallega Tröllafossana í forgrunni og hafa fjalladrotninguna Skarðsheiði í bakgrunn. Kyrrðarstund í kósí herbergi

Fossatún sveitahótel býður upp á 18,2 m2 þægileg standard tveggja manna herbergi. Sveitahótelið hefur 12 herbergi með sér baðherbergi – 9 með hjónarúmum og 3 með tveimur aðskildum einstaklings rúmum. Aldurstakmark er 20 ára.

Herbergin eru þægileg og vel búin. Sjónvarp með fjölda rása, lítill ísskápur, örbylgjuofn, ketill, te og kaffi er í hverju herbergi. Reyklaus herbergi með ókeypis þráðlausu interneti. Fossaútsýnis herbergin eru  með þráðbeint útsýni yfir Tröllfossa, en eru nokkrum metrum fjær bílastæðum. 

Hollt og gott morgunverðarhlaðborð er innifalið á veitingastaðnum í Fossatúni . Aðgengi að eldhús- og borðaðstöðu er mögulegt ef gestir óska þess. Veitingastaðurinn er opin árstíðarbundið fyrir kvöldmat. Á veturna þarf að panta fyrirfram. 

Innritun: 16-20 – Útritun: 08-11- Einnig er sjálf innritun (self check in) í boði.