Vetrartilboð

Home / Vetrartilboð

Hagstæð gisting af öllum gerðum.

Pantanir í síma: 4335800 og 8939733 eða info@fossatun.is

Heitir pottar, Tröllaganga og Tröllaleikir eru hluti af afþreyingu sem innifalin er fyrir gesti og er innifalið með gistingu. Afar skemmtilegt og alveg jafn mikið fyrir fullorðna og þá sem yngri eru. Náttúran og umhverfið í Fossatúni kemur á óvart. Hægt er að fara í náttúrugöngu að Blundsvatni og víðar.

Fossatún Sveitahótel

Verð fyrir eina nótt: 9.500.

Þægileg tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. Örbylgjuofn, sjónvarp, kælir, ketill, kaffi og te er í herbergjum.

Sveitahótelið er staðsett í námunda við Tröllafossa við hlið veitingahússins.

Í veitingahúsinu Rock ´n´Troll Cafe, er boðið upp á frábæran, fjölbreyttan og hagstæðan kvöldmatseðil. Þar er líka plötusafn með yfir 3000 vínylplötum og gestir mega velja sér plötu með kvöldverðinum. Panta þarf kvödverð fyrirfram og ef um er að ræða hóp þarf að vera hóppöntun sem þýðir sami forréttur og/eða eftirréttur fyrir hópinn en val um tvær gerðir aðalrétta. Veitingahúsið er lokað í kóvið þar til útlit er skýrara nema fyrir forpantanir 8 eða fleirri.

Sólarlagsbústaður (42m2)

Sólarlagsbústaðurinn er gisting fyrir fjóra. Tvö tveggja manna herbergi, eldhúsaðstaða og baðherbergi. Verð pr. nótt 16.900 kr.

Fossatún Poddar– Gisting fyrir tvo.

Poddarnir eru svefnpokagisting, svefnaðstaða í góðum rúmum með laki. Aðgengi að þjónustuhúsi. Tveggja manna – braggalaga með lokrekkju, hjónarúmi og nokkrir með bekk sem hægt er að breyta í svefnbekk. Kofapoddar eru með aðskyldum rúmum.Hægt að koma með eða leigja rúmfatapakka: koddi, sæng, rúmföt og handklæði. Verð fyrir 1: fyrirframpantað 1.300, pantað við komu 1.500. Verðið er eingreiðsla; sama verð fyrir eina eða fleiri nætur.

Poddur –  Verð pr. nótt: 1 nótt: 5.900 kr. Fjölskyldupoddur er með hjónarúmi og aukarúmi í sérrými.– Verð pr. nótt: 1 nótt: 6.900 kr

.

Verð á gistingu miðast við að pöntun sé gerð beint og/eða í gegnum heimasíðu: www. fossatun.is og afsláttarkóðinn Troll10 sé notaður.

 

Pantanir í síma: 4335800 og 8939733 eða info@fossatun.is.

Morgunverður fylgir ekki gistingu. Verð ef pantað fyrirfram: 1.400 ef pantað á deginum: 1.600 (50% fyrir börn 6-12)

Nánari lýsing á hverri gistieiningu er á gisting-flipanum á þessari heimasíðu. 

Innritun frá 15-19. Útskráning frá 08-11.