<p> </p>
<p>Verð fyrir að bóka herbergi í Fossatún sveitahóteli kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þar kemur líka upp Troll10 voucher sem gefur afslátt sem ekki fæst sé bókað annarsstaðar frá.</p>
<p>Ímyndaðu þér að vakna og horfa út á fallega Tröllafossana í forgrunni og hafa fjalladrotninguna Skarðsheiði í bakgrunn. Kyrrðarstund í kósí herbergi</p>
<p>Fossatún sveitahótel býður upp á 18,2 m2 þægileg standard tveggja manna herbergi. Sveitahótelið hefur 12 herbergi með sér baðherbergi - 9 með hjónarúmum og 3 með tveimur aðskildum einstaklings rúmum. Aldurstakmark er 20 ára.</p>
<p>Herbergin eru þægileg og vel búin. Sjónvarp með fjölda rása, lítill ísskápur, örbylgjuofn, ketill, te og kaffi er í hverju herbergi. Reyklaus herbergi með ókeypis þráðlausu interneti. Fossaútsýnis herbergin eru með þráðbeint útsýni yfir Tröllfossa, en eru nokkrum metrum fjær bílastæðum. </p>
<p>Hollt og gott morgunverðarhlaðborð er innifalið á veitingastaðnum í Fossatúni . Aðgengi að eldhús- og borðaðstöðu er mögulegt ef gestir óska þess. Veitingastaðurinn er opin árstíðarbundið fyrir kvöldmat. Á veturna þarf að panta fyrirfram. </p>
<p>Innritun: 16-20 – Útritun: 08-11- Einnig er sjálf innritun (self check in) í boði.</p>
<!-- wp:imagely/nextgen-gallery -->
[ngg src="galleries" ids="1" display="basic_thumbnail" thumbnail_crop="0"]
<!-- /wp:imagely/nextgen-gallery -->
Sólarlagsbústaðurinn
<p>Sólarlagsbústaðurinn, tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m. frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. Verð fyrir gistingu kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þá býðst líka Troll10 voucher, sem gefur afslátt sem aðeins er í boði þegar bókað er í gegnum heimasíðuna hér. </p>
<p>Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhvefi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökul við sjóndeildarhringinn. Aldurstakmark er 20. </p>
<p>Sólarlagsbústaðurinn, hefur 2 uppábúin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum, sem hægt er að færa saman, að auki seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.</p>
<p>Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust internet er innifalið. Þetta er reyklaust hús.</p>
<p>Innritun, tékk inn frá 16 - 20 - Útritun, tékk út 08 - 11. </p>
<!-- wp:imagely/nextgen-gallery -->
[ngg src="galleries" ids="3" display="basic_thumbnail" thumbnail_crop="0"]
<!-- /wp:imagely/nextgen-gallery -->
Poddur
<p style="text-align: center;"><strong><em>Poddur – Gisting við góðar aðstæður</em></strong></p>
<p>Hugsaðu um poddinn sem lúxusviðbót fyrir tjaldið þitt. Góð aðstaða, kósíheit og þægindi ásamt öryggi gagnvart óvissu íslensku veðri. Verð fyrir gistingu miðast við poddinn og kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þá býðst líka Troll10 voucher, sem gefur afslátt sem aðeins er í boði þegar bókað er í gegnum heimasíðuna hér.</p>
<p>Poddarnir í Fosatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi, 60% gesta hafa með sér eigin svefnpoka eða rúmfatnað. Ef ekki, er hægt að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Verð á rúmfatnaði miðast við heildardvöl ekki fyrir hverja nótt, sama verð fyrir 1 nótt og 2 eða fleiri: 1500 krónur ef pantað er fyrirfram en 2000 á innritunardegi. Stór hluti gesta í poddum dvelja í 2 nætur eða fleiri. Aldurstakmark er 20. </p>
<p>Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli, hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fosstún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir. </p>
<p>Standard poddar eru fyrir 2 fullorðna. Þeir eru með hjónarúmi (140 × 200 cm). Flestir (nr. 11-17 og 20-25) eru með sæti/útdraganlegan bekk sem auðvelt er að framlengja í aukarúm (70 × 200 cm) fyrir auka manneskju. Rukkað er fyrir auka manneskju í standard podda. Inanrýmið í/undir bekknum er einnig er hægt að nota sem geymslurými. Hinir fimm (nr. 4,5,8,9,10) eru með sætabekk.</p>
<p>Þrír poddanna (Twin Pod Cottages) eru kofalaga og þeir eru með tveimur aðskildum rúmum (80 × 200 cm) fyrir tvo fullorðna svo og setuverönd við innganginn.</p>
<p><strong>Fjölskyldupoddar 3 </strong> hafa 3 rúm, hjónarúm (140 x 200 cm) og í sérrými, einsmanns rúm (90 x 200 cm). <strong>Fjölskyldupoddar 4</strong> hafa hjónarúm í sérrými (140 × 200 cm) og viðbótar og tvö einstaklingsrúm (80 × 200 cm) .</p>
<p>Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu– en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum</p>
<p>Innritun 16-20 - Útritun 08-11 - Einnig er sjálf innritun (self check in) í boði.</p>
<!-- wp:imagely/nextgen-gallery -->
[ngg src="galleries" ids="4" display="basic_thumbnail" thumbnail_crop="0"]
<!-- /wp:imagely/nextgen-gallery -->
Veitingahúsið er opið fyrir kvöldverð. Eldhúsi tekur pantanir frá kl. 18-20:00 sunnudaga til fimmtudaga og til 20:30 föstudaga og laugardaga.
Almennur opnunartími er frá 15. maí til 31. október – sem er háönn. Eftir 1. nóvember er eingöngu opið fyrir forpantanir gerðar minnst degi fyrir pöntunardag. Einnig er í boði pizza pöntunarþjónusta. Gestir geta pantað pizzu fyrir kl. 6 og sótt milli 7 og 8 til að snæða í eldhúsaðstöðunni
Grasasnar eiga heimkynni í Fossatúni.
Í Fossatúni eru göngustígar um einstakt landslag, víðáttu útsýni og einstök náttúra, bæði á björtum sumardögum og dimmum vetrarnóttum upplýstum af norðurljósum.
10% ódýrara þegar þú bókar hér! Þegar pantað er í gegnum netið hér á heimasíðunni skal fylgja eftirfarandi leiðbeiningum.
Velja Book Now, hér að neðan og síða með gistimöguleikum opnast
Velja Check in – dag, velja Check out – dag, velja fjölda gesta og þann gistmöguleika sem þú ert að leita eftir, hótel, gistihús, podd eða tjaldsvæði
Velja gerð herbergis eða tjaldsvæðis sem þú villt bóka með því að smella á Quantity (magn/fjöldi) og velja 1 ef þú ætlar að panta 1 herbergi/stæði, 2 ef þú villt fleiri o.s.frv.
Þá opnast lítill gluggi þar fyrir neðan Guests og þú setur inn fjölda gesta. (Börn í aukarúmi eru valin í extra möguleikunum sem koma þegar þú fyllir inn á næstu síðu) Smella svo á Book.
Hér þarftu að byrja á því að slá inn á afsláttarkóða/voucher code: Troll10. Fylla út persónuupplýsingar svo og kortaupplýsingar. Smellir á Confirm. Þar með er pöntun staðfest og þú færð upp síðu með upplýsingum þess sem þú varst að panta.
If you are travelling in West Iceland or if you are staying at Fossatún you are welcome to taste our special courses while enjoying the waterfall views from the on-site restaurant.