Töfrahringurinn – The Magic Circle

Home / Töfrahringurinn – The Magic Circle

Töfrahringurinn – The Magic Circle – er hugmynd að þriggja nátta ferð út frá Reykjavík og tilbaka um Suður- og Vesturland. Dagur 1: 182 km., dagur 2: 179 km. og dagur 3: um 200 km og 4: um182 km. dagur 4 heimferð 808 km. Miðað er við eina gistinótt á hverjum stað: Árnessýslu, Borgarbyggð og Snæfellsnesi. Akstursleiðin er markviss, samtals um 800 km. og leiðir ferðalanga á marga af eftirsóttustu áfangastöðum Íslands. Að auki er aragrúi annara þjónustuþátta á leiðinni s.s. veitingar, gisting, afþreying.

Það er hægt að fara þessa leið með meiri hraðferð, þrengja áfangamöguleika með tveggja nátta gistingu, eða lengja hana um eina eða fleiri gistinætur, taka sér rýmri tíma eða skoða fjölda annara möguleika sem ekki eru tilgreindir á leiðarkortinu s.s. hestaleigur, gönguferðir, fuglaskoðun, golfvellir, selaskoðun, hvalaskoðun, sundlaugar, heitar laugar, sjóstangaveiði, lax-og silungsveiði, söfn, handverk, listsýningar ofl.

Leiðin um Töfrahringinn er öll á bundnu slitlagi nema um 11 km. malarvegskafli fremst í Lundareykjadal og annar afar slæmur 11 km. kafli upp úr dalnum að vegamótunum við Kaldadalsveg, Uxahryggir, (merkt svart). Nútíma bílar, sérstaklega hópbílar hafa hvorki fjaðurbúnað né annan búnað sem þolir ójafna og holótta malarvegi. Þessi 11 km. slæmi vegakafli slítur leiðina í sundur og veldur því að hún er ekki þjónustuð yfir vetrarmánuðina. Bundið slitlag á malarvegskaflana opnar því tækifæri fyrir heilsárs ævintýralega leið sem stuðlar að dreifingu umferðar og eykur umferðaröryggi.  

Töfrahringurinn – Magic Circle – merktir áfangastaðir

Dagur 1: Kerið, Friðheimar, Gamla laugin Flúðum, Geysir, Gullfoss, Laugarvatn Fontana, Þingvellir.

Dagur 2: Deildartunguhver & Krauma, Hraunfossar  & Barnafoss, Íshellirinn Langajökli, Víðigemlir, Surtshellir Trölla-og þjóðsögugangan Fossatúni,  Reykholt, Landnámssetrið, Glanni, Grábrók, Paradísarlaut, Húsafell.

Dagur 3: Eldborg, Gerðuberg, Ölkelda, Arnarstapi, Hellnar, Rauðfeldsgjá, Vatnshellir, Djúpalónssandur, Saxhóll, Skarðsvík, Kirkjufell, Hákarlasafnið Bjarnarhöfn.

Dagur 4: Tilbaka til Reykjavíkur, hægt að koma við á Akranesi.