Rock ´n´Troll Kaffihús

Home / Rock ´n´Troll Kaffihús

Opnunartímar

Veitingahúsið er opið fyrir kaffiveitingar 11 – 18 um helgar.

Veitingahúsið er opið fyrir kvöldverð frá kl. 18-20:30 alla daga.

Pantanir:772 8388 – info@fossatun.is

KvöldmatseðillHádegismatseðill (hópur)Kvöldmatseðill (hópur) 

Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu, sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög. Yfir daginn bjóðum við upp á kaffiveitingar og hádegisverð og léttan kvöldverð mánudaga-miðvikudaga. Fimmtudaga til sunnudaga bjóðum við upp á fjölbreyttan og góðan kvöldverðarmatseðil.  Ef hópur gesta er fleiri en 6 persónur, þarf að panta mat fyrirfram, annaðhvort af hópmatseðli eða hámark 3 rétti af kvöldverðarseðli. 

Vinylplötu- og geislasafnið er í eigu Steinars Berg, gestgjafa Fossatúns, en lífshlaup hans hefur alltaf verið tengt tónlist. Hann starfaði í íslensku tónlistarlífi í 30 ár og átti Steina hf. leiðandi tónlistarfyrirtæki á Íslandi og gaf út tónlist með mörgum besta, skemmtilegasta og áhugaverðasta tónlistarfólki íslandssögunnar. Einstök staðsetning veitingahússins býður upp á náttúrunálægð og útsýni sem á sér ekki sinn líka.

Góður matur, eintstakt útsýni og tónlist sem þú elskar. Þess virði að stoppa!