Sólarlagsbústaðurinn

Home / Sólarlagsbústaðurinn

Sólarlagsbústaðurinn, tveggja herbergja, 42m2 hús, 150 m. frá móttökunni. Leigt út sem ein eining. 

Einstakt útsýni í miðjum Borgarfirði: nærumhvefi Blundsvatns, fjallahringurinn frábæri og Snæfellsjökul við sjóndeildarhringinn.

Sólarlagsbústaðurinn, hefur 2 uppábúin herbergi, annað með hjónarúmi en hitt með einstaklingsrúmum, sem hægt er að færa saman, auk þess, seturými, baðherbergi, eldhúsaðstaða og útigrill.

Frábær aðbúnaður fyrir dásamlega dvöl og aðgengi að heitum pottum. Ókeypis þráðlaust internet og er innifalið. Þetta eru reyklaus hús.