Sumarið 2021

Home / Sumarið 2021

Fossatún Sveitahótel

Gæðagisting fyrir afar hagstætt verð.

Ímyndaðu þér að vakna og horfa út á fallega Tröllafossana í forgrunni og hafa fjalladrotninguna Skarðsheiði í bakgrunn. Kyrrðarstund í kósí herbergi

Verð fyrir að bóka herbergi í Fossatún sveitahóteli 19.900 kr. kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þar kemur líka upp Troll10 voucher sem gefur afslátt sem ekki fæst sé bókað annarsstaðar frá. Verðin hér að neðan miðast við að afsláttarkóðinn sé notaður.

Fossatún sveitahótel býður upp á 18,2 m2 þægileg standard tveggja manna herbergi. Í öllum herbergjum er: lítill ísskápur, örbylgjuofn, sjónvarp með fjölda gerfihnattarása, netsamband. Sveitahótelið hefur 12 herbergi með sér baðherbergi – 9 með hjónarúmum og 3 með tveimur aðskildum einstaklings rúmum. Hollt og gott morgunverðarhlaðborð er innifalið á veitingastaðnum í Fossatúni. Aðgengi að eldhús- og borðaðstöðu er mögulegt ef gestir óska þess.

Verðdæmi fyrir 2 persónur, ef hótelherbergi er pantað er héðan með Troll10 afsláttarkóða

Tveggja manna herberg með morgunverð:

1 nótt 17.910 – 2 nætur: 32.238

Poddur

Hugsaðu um poddinn sem lúxusviðbót fyrir tjaldið þitt. Góð aðstaða, kósíheit og þægindi ásamt öryggi gagnvart óvissu íslensku veðri.

Poddarnir í Fosatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi, 60% gesta hafa með sér eigin svefnpoka eða rúmfatnað. Ef ekki, er hægt að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði.

Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði. Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli og hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum. Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fosstún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir.

Verð fyrir gistingu er 8.900 kr. á venjulegum podd og kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þá býðst líka Troll10 voucher, sem gefur afslátt sem aðeins er í boði þegar bókað er í gegnum heimasíðuna hér. Verðið hér að neðan miðast við að afsláttarkóðinn sé notaður.

Verðdæmi fyrir 2 persónur ef pantað er héðan með Troll10 afsláttarkóða:

Poddi (svefnpokagisting – rúm með laki) 1 nótt: 8.010 kr. – 2 nætur: 14.418

Poddi með rúmfatnaði og handklæði: 1 nótt: 10.610 – 2 nætur 16.818

Poddi með rúmfatnaði og morgunverð: 1 nótt 13.810 – 2 nætur 23.418

Rock ´n´Troll Kaffihús 

Veitingaaðstaðan okkar er staður til að slaka á og njóta nálægðar náttúrunnar og útsýnisins og hlusta á tónlist. Gestir geta valið plötu úr vinyl safninu, sem inniheldur meira en 3.000 plötur og 5000 geisladiska. Starfsfólk okkar mun með glöðu geði spila plöturnar í heilu en ekki einstök óskalög.

Góður matur, eintstakt útsýni og tónlist sem varla er hægt að toppa. Þess virði að stoppa!

Verð fyrir tveggja rétta kvöldmáltíð á bilinu 3000 til 4000 kr.

Smelltu hér til að sjá valmyndir: Kvöldmatseðill  –Kaffihús