Tjaldsvæði

Home / Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið í  Fossatúni er fjölskyldutjaldsvæði – svæðið er hólfað niður í 8 hólf.

Aðaláherslan er á útleigu hópstæða en 6 af 9 hólfum svæðisins eru ætluð fyrir lágmark 4 einingar. Tvö hólf eru ætluð fyrir stakar einingar með rafmagnstenglum eitt hólf án rafmagnstengla.

Greitt er fyrir einingar þ.e. 1 eining er t.d. hjólhýsi, húsbíll, fellihýsi eða tjald.

Pantanir í hópstæði miðast við að lágmark 4 einingar. Hægt er að fá leyfi til að fjölga um 2 einingar gegn viðbótargjaldi. Lágmarksgjald (brútto þ.e. án afsláttar Troll10) m.v. 4 einingar er 20.000 og 5000 bætist við fyrir hverja viðbótareiningu. Lágmarkseiningar eru pantaðar í bókunarkerfi og en gert upp fyrir viðbótareiningar við komu.

Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn.

Pantanir eru gerðar í gegnum bókunarkerfið á þessari heimsíðu. 10% afsláttur reiknast af uppgefnu verði  þegar valinn er Troll voucher og 15% afsláttur reiknast ef pantaðar eru 3 nætur eða fleiri.

Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti.

Salernisaðstaða er í þjónustuhúsinu þar sem sturtur og heitir pottar eru. Viðbótarsalernisaðstaða og útivaskur er við hólf 8.

Innifalið í tjaldsvæðisgjaldi er aðgengi að sturtum, heitum pottum, leiksvæðum, mini golfi og tröllagarðinum. Aðgengi að eldunaraðstöðu er ekki innifalið. Aðgengi er að þvottavél og þurkara gegn gjaldi.

Veitingastaður: Rock´n´Troll Kaffi er á svæðinu og þar er í boði: morgunverður, kaffiveitingar og kvöldverður. Æskilegt er að panta þjónustu fyrirfram.

Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði.

 1. Pantað í gegnum netið.
 2. Ferð inn á www.fossatun.is
 3. Velur Gisting, niður kemur stika með gistmöguleikum – velur Tjaldsvæði
 4. Upp kemur síða með upplýsingum um tjaldsvæði – góðar og einfaldar upplýsingar. Lesa.
 5. Til hægri á síðunni er bókunarvélin og fyrir ofan hana upplýsingar um Troll10 afsláttarkóðann.
 6. Velja Check in – dag, velja Check out – dag, velja fjölda gesta. Smella á Continue.
 7. Gistimöguleikarnir sem eru í Fossatúni opnast. Velja Tjaldsvæði með því að ýta á Book Now.
 8. Valkostir á tjaldsvæðinu opnast: Stæði án rafmagnstengils, Stæði með rafmagnstengli, Hópastæði með rafmagnstenglum
 9. Velja það sem þú villt bóka með því að smella á Quantity (magn/fjöldi) og velja 1 ef þú ætlar að panta 1 stakt stæði eða 1 hópstæði, 2 ef þú villt tvö stæði o.s.frv.
 10. Þá opnast lítill gluggi þar fyrir neðan Guests og þú setur inn fjölda gesta sem verða á þessu pantaða stæði hámark er 5 á stakt stæði og 20 á Hópastæði. Það er ekki mál þó gestafjöldinn sé ekki nákvæmur, bara áætlaður. Smella svo á Book.
 11. Hér þarftu að byrja á því að slá inn á voucher code Troll10 viljirðu afslátt. Síðan þarf að fylla út persónuupplýsingar svo og kortaupplýsingar. Smellir á Confirm. Þar með er pöntun staðfest og þú færð upp síðu með upplýsingum þess sem þú varst að panta.

Hópstæði með rafmagnstengluum. Fjöldi flata: 6 (nr. 2 til 7b).
Lýsing: Hópastæði eru í hólfi sem er ca: 42m x 20m. Hvert hólf er ætlað fyrir 4 einingar (t.d. hjólhýsi, húsbíla, fellihýsi eða tjöld). Ein  rafmagnstenging fylgir fyrir hverja einingu. Aðgengi er að salernum, sturtum, heitum pottum. Innifalið: tröllaleikir, leiksvæði og mini-golf. Hólf 2 og 3 eru grassvæði, hólf 4 og 5 eru hálf grassvæi og hálf möl með grasflötum, hólf 7 og 8 eru grassvæði.

Stök stæði  með rafmagnstengli. Fjöldi stæða: 16  (Hólf/flöt nr. 1 og 6).
Lýsing: Tjaldstæði fyrir 1 einingu, t.d. hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi eða tjald.  Ein rafmagnstenging fylgir.  Aðgengi að salerni, sturtum, heitum pottum.  Innifalið: tröllaleikir, leiksvæði og mini-golf. Hólf nr.1 er malarstæði með 6×6 m grasflötum. Bílar, tæki standa á möl en fortjald er á grasi. Hólf nr. 8 er grassvæði. 

Stakt stæði án rafmangstengils. Fjöldi stæða: 10  (Hólf/flöt nr. 8).
Lýsing: Tjaldstæði fyrir 1 einingu, t.d. hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi eða tjald.  Með aðgengi að salerni, sturtum, heitum pottum.  Innifalið: tröllaleikir, leiksvæði og mini-golf. Hólf 8 er grassvæði.