Tjaldsvæði

Home / Tjaldsvæði

Reiknum með að opna í fyrri hluta maí, endurbætt og glæsilegt tjaldsvæði. Upplýsingar hér verða þá jafnframt uppfærðar.

Innritun/tékk inn á tjaldsvæði er frá 15 – 20 – Útritun/tékk er frá 10 -14.

Tjaldsvæðið í Fossatúni býður upp á 8 aðskilin hólf, sem umlukin eru skjólbeltum. Hólfin eru nefnd eftir íslenskum hljómsveitum. Fimm hólfanna eru grashólf en þrjú eru með malarundirlagi og grasi þar ofan á.  Fjögur hólfanna eru með stökum aðskildum stæðum, en hin fjögur hólfin eru opin svæði. Tjaldsvæðið er hluti bókunarkerfis Fossatúns og gestir geta pantað sér stæði í hólfi á netinu í gegnum bókunarfið á þessari heimsíðu.

Mikil afþreying og aðstaða er innifalin:  Tröllagarður og gönguleiðir, leiksvæði: leikkastali og trambólín, sturtur og heitir pottar, mini-golf, uppvöskunaraðstaða með heitu og köldu vatni, salernisaðstaða og losun á salernisúrgangi.

Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti. Rafmagnstenglar eru í öllum hólfum annaðhvort tveggja eða þriggja pinna (sjá kort) Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði. Aldurstakmark til að panta og vera í sér gistieiningu er 23 ár.

Verðskrá miðast við gistinótt á gistieiningu: hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi, tjald. Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn eldri en 6 ára eða 3 fullorðnir. Ef umfram 1000 kr. aukagjald.

Brimkló, Baraflokkurinn, Náttúra og Randver – Hólf með 6 aðskildum stökum tjaldsvæðum fyrir 1 gistieiningu hvert. Fyrir hverja einingu: 5.000 kr. Rafmagn 1000 kr.

Spilverk, Sykurmolar, Trúbrot og Þokkabót – Hólf sem er opið svæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga. Fyrir hverja einingu: 4000 kr. Rafmagn 1000 kr.

(Undantekning frá verðskrá 1 persóna í tjaldi 2000 kr.) -10% afsláttur er ef pantaðar eru 3 nætur eða fleiri – Aðgengi er að þvottavél og þurkara gegn gjaldi.

Veitingastaður: Rock´n´Troll Kaffi er á svæðinu og þar er í boði: morgunverður, kaffiveitingar og kvöldverður. Æskilegt er að panta fyrirfram.

Pantað í gegnum netið.

Þú ferð inn á www.fossatun.is

Velur Gisting, niður kemur stika með gistmöguleikum – velur Tjaldsvæði

Upp kemur síða með upplýsingum um tjaldsvæði – góðar og einfaldar upplýsingar. Lesa.

Til hægri á síðunni er bókunarvélin og fyrir ofan hana upplýsingar um Troll10 afsláttarkóðann.

Velja Check in – dag, velja Check out – dag, velja fjölda gesta. Smella á Continue.

Gistimöguleikarnir sem eru í Fossatúni opnast. Velja Tjaldsvæði með því að ýta á Book Now.

Valkostir á tjaldsvæðinu opnast: Velja nafn á stæði.

Velja það sem þú villt bóka með því að smella á Quantity (magn/fjöldi) og velja 1 ef þú ætlar að panta 1 stakt stæði eða 2 ef þú villt tvö stæði o.s.frv.

Þá opnast lítill gluggi þar fyrir neðan Guests og þú setur inn fjölda gesta sem verða á þessu pantaða stæði hámark er 5 á stakt stæði. Smella svo á Book.

Hér þarftu að byrja á því að slá inn á voucher code Troll10 til að fá afslátt. Síðan þarf að fylla út persónuupplýsingar svo og kortaupplýsingar. Smellir á Confirm. Þar með er pöntun staðfest og þú færð upp síðu með upplýsingum þess sem þú varst að panta.