Tjaldsvæðið í Fossatúni.
Aðgengi til pantana er í gegnum bókunarkerfið hér á síðunni.

Innritun/tékk inn á tjaldsvæði er frá 15 – 21 – Útritun/tékk er frá 10 -15.
Tjaldsvæðið í Fossatúni er fyst og fremst fyrir fjölskyldufólk, einstaklinga eða litla hópa, sem geta bókað annaðhvort sérstæði í ákveðnu hólfi (1-2) eða stæði í ákveðnu hólfi (3-6). Seinni kosturinn hentar oft betur ef nokkrir vilja vera saman. Þá skal einnig vakin athygli að í boði er líka gisting í poddum og í hótelherberjum á svæðinu.
Fossatún er ekki hentugt fyrir stærri hópa, s.s. ættarmótum, sem sækjast t.d. eftir sameiginlegri aðstöðu til borðhalds, og annars. Áherslan er á góða aðstöðu, afþreyingarmöguleika og fallegt náttúrulegt umhverfi. Fjölskylduvænar aðstæður er aðall Fossatúns.
Verðskrá miðast við gistinótt á gistieiningu: hjólhýsi, húsbíl, fellihýsi, tjald. Miðað er við að í hverri einingu séu að hámarki 2 fullorðnir og 3 börn eldri en 6 ára eða 3 fullorðnir. Fyrir hvern fullorðinn umfram í gistieiningu er 1000 kr. aukagjald en sé aðeins 1 fullorðinn og 1 barn yfir 6 ára í gistieiningu er 1000 kr. afsláttur frá grunnverði. Passi þessi rammi ekki þá ræðum við málin.
Á svæðum/hólfum 1-2: Náttúra og Randver er grunnverðið 6.000 kr. fyrir einingu. Hólfið eru með 6 aðskildum stökum (einka) stæðum fyrir 1 gistieiningu hvert. Tilvalið fyrir gesti sem vilja hafa rúmgóð sér stæði fyrir sig.
Á svæðum 3-6: Spilverk, Sykurmolar, Trúbrot og Þokkabót er grunnverð 5.000 kr. fyrir einingu. Hólfin eru rúmgóð (um 1000 m2) opin svæði fyrir takmarkaðann fjölda gistieininga, miðað er við 8, Tilvalið fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem vilja vera saman í nábýli.
Ath: Randver og Spilverk eru malarstæði með grasyfirlagi fyrir stæðin og sérstaklega ætluð (stærri gerð af) hljólhýsum og húsbílum – þ.e. þyngri gerð gistieininga.
Verð fyrir rafmangn er 1200 á dag.
Vetrarverð: fra 1. september til 30. apríl og er 4000 kr. pr. einingu.
Tjaldsvæðið í Fossatúni býður upp á 6 aðskilin svæði/hólf, sem umlukin eru skjólbeltum. Hólfin eru nefnd eftir íslenskum hljómsveitum. Verðlagning miðast við að hagstætt sé fyrir fjölskyldufólk að dvelja við góðar aðstæður og hafa jafnframt aðgengi að einstakri afþreyingu og aðstöðu.
Mikil afþreying og aðstaða er innifalin: Tröllagarður, einstakt leiksvæði fyrir alla fjölskylduna og gönguleiðir, leikkastali og trambólín, sturtur og heitir pottar, mini-golf, uppvöskunaraðstaða með heitu og köldu vatni, risa útigrill með palli og borðastöðu, góð salernisaðstaða og losun á salernisúrgangi. Greidd er 1000 kr. trygging fyrir 2 leigu á mini-golfkylfur og kúlur sem er endurgreitt þegar skilað er. Leigutími m.v. not, eða hámark 2 klst.
Eldhúsaðstaða er EKKI innifalin í tjaldsvæðisgistingu.
Við mælum með að gestir panti í gegnum netið.
Hundar eru leyfðir og eigendur þeirra ábyrgir fyrir að hafa þá í taumi og að þeir trufli ekki aðra gesti. Rafmagnstenglar eru í öllum hólfum annaðhvort tveggja eða þriggja pinna (sjá kort) Ætlast er til að gestir sýni tillitssemi og frá 24 til 09 er stranglega bannað að vera með hávaða eða valda ónæði. Aldurstakmark til panta og vera í sér gistieiningu er 20 ára.
Veitingastaður: Rock´n´Troll Kaffi er á svæðinu og þar er í boði: morgunverður, kaffiveitingar og kvöldverður. Æskilegt er að panta fyrirfram.
Afbókunarskilmálar m.v. 14 daga. Þ.e. afpanta þarf 14 dögum fyrir komu.
Pantað í gegnum netið.
Þú ferð inn á www.fossatun.is (þessa heimasíðu)
Velur Gisting, niður kemur stika með gistmöguleikum – velur Tjaldsvæði
Upp kemur síða með upplýsingum um tjaldsvæði – góðar og einfaldar upplýsingar. Lesa.
Velja Check in – dag, velja Check out – dag, velja fjölda gesta. Smella á Continue.
Gistimöguleikarnir sem eru í Fossatúni opnast. Velja Tjaldsvæði með því að ýta á Book Now.
Valkostir á tjaldsvæðinu opnast: Velja nafn á stæði.
Smella á Quantity (magn/fjöldi) og velja 1 ef þú ætlar að panta 1 stakt stæði eða 2 ef þú villt tvö stæði o.s.frv. Lítill gluggi opnast fyrir neðan Guests og þú setur inn fjölda gesta. Hámark fyrir hvert stakt stæði er 2 fullorðnir og 3 börn. Blár Book-hnappur birtist þegar búið er að slá inn magn/fjölda.
Smella á Book. Fylla út persónuupplýsingar svo og kortaupplýsingar. Smellir á Confirm. Þar með er pöntun staðfest og þú færð upp síðu með upplýsingum þess sem þú varst að panta.