Tröllagarðurinn

Home / Tröllagarðurinn

Tröllabækurnar – Göngur og leikir

Eftir að Steinar Berg, gestgjafi, settist að í Fossatúni, uppgötvaði hann trölla-andlit í kletti við Tröllfossa. Þetta vakti spurningar og varð honum hvatning til að skrifa tröllasögu. Því miður sá mannfólk til þess að skemma upphaflegu andlitin í klettinum en með lýtaaðgerð (sjá myndir) tókst að bjarga andliti Drífu, sögupersónu í Tryggðartrölli.

Umsögn um Tryggðatröll: „Ný og dásamleg íslensk þjóðsaga hefur komið fram, barnabók fyrirmynd, bæði fyrir börn og fullorðna.“ 

Eygló Svala Arnarsdóttir, Iceland Review Magazine.

Tröllaprump sagan- smellið og hlustið.

Bókin Trunt Trunt – sögur af tröllum, álfum og fólki – inniheldur 12 sögur byggðar á þjóðsögum og stöðum á Vesturlandi er myndskreytt af 6 íslenskum listamönnum og einnig fáanleg á ensku, þýsku og frönsku.

Hér að neðan er korti með sögustöðum bókarinnar, sem upplagt er að heimsækja þegar ferðast er um Vesturland.

Tröllabækurnar eru fáanlegar í móttöku Fossatúns og öllum helstu bókabúðum víðsvegar um Ísland.

Tröllaganga, Þjóðsöguganga og Tröllaleikir

Aðgöngukort: 6 – 15 ára: 200 kr. – 16 ára+: 500 kr. Gildir sem 1000 kr. afsláttarávísun á bókina Trunt, Trunt – Sögur af tröllum, álfum og fólki og 500 kr. af öðrum bókum, CD, LP, DVD sem eru til sölu í móttökunni. Aðgöngukortið innifelur aðgengi að annari leikaðstöðu í Fossatúni s.s. mini golfi og leikkastala.

Almenn opnun: Daglega frá 10-17 alla daga frá maí – ágústloka.

Föstudaga – sunnudaga í apríl, september og október. Utan þessara tíma: fyrirframpantað fyrir hópa.

Tröllagarðurinn býður upp á fjölskylduvæna skemmtun þar sem hægt er fræðast um tröll og álfa, þjóðsögur, sögusviðið í Fossatúni og staði á Vesturlandi. Svo og keppa í skemmtilegum tröllaleikjum og njóta annarar leikjaðstöðu í Fossatúni.  Frábært útsýni, náttúrufegurð og og borgfirski fjallahringinn spillir heldur ekki uplifuninni.

Tröllaganga, Þjóðsöguganga, Náttúruganga, Tröllaleikir og önnur leikaðstaða í Fossatúni:

Tröllaspark – Nota skal fótbolta. Hver einstaklingur fær 5 skot á markið en 3 ef liðakeppni. Skorið er samkvæmt stigunum sem eru merkt við götin á markinu – en mínus eitt stig ef boltinn fer í Labbakút marktröll.

Tröllatog – Tvo einstaklinga eða tvö lið þarf til að keppa. Miðjusetjið reipið þannig að hnútarnir séu jafnlangt frá steininum. Sigurverari er sá  sem togar hnút andstæðings fyrst að steininum.

This image has an empty alt attribute; its file name is Trollword-1-1-1024x768.jpg

Tröllaorð – Leikurinn snýst um að mynda orð sem byrja á TRÖLL. Til þess þarf að snúa skífunum, finna rétta stafi og raða saman. Skífurnar með stöfunum þurfa að vera samliggjandi, en ekki þarf að nota allar skífurnar/stafina til að mynda tröllaorðið. Hér fyrir neðan eru mörg orð sem byrja á Tröll – og sum þeirra passa í leikinn. Einnig má búa til ný orð.

Tröllkarl, Tröllkerling, Tröllskessa, Tröllvaxinn, Tröllkona, Tröllabarn, Tröllafoss, Trölladyngja, Tröllaskagi, Tröllakór, Tröllahafrar, Trölladeig, Tröllahafrar, Tröllasaga, Tröllatog, Tröllafet, Tröllaspark, Tröllakast, Tröllsleg, Tröllagras, Tröllahendur, Tröllahlátur, Tröllakerti, Tröllasaga, Tröllaskegg, Tröllagangur, Tröllaskítur, Tröllaspor, Tröllaukin, Tröllavegur, Tröllasúra, Tröllatryggð, Trölldómur, Tröllríða, Tröllheimskur, Tröllatrú, Tröllaslagur, Tröllavömb, Trölleðla, Tröllhöfði, Trölli

This image has an empty alt attribute; its file name is Tröllaleikir-1-1024x576.jpg

Tröllaparís – Leikmaður á að kasta pökkinum í reitina. Byrja á fyrsta reitinum og halda síðan áfram með hina. Pökkurinn verður að lenda allur innan reitsins. Leikmaður hoppar síðan eftir vellinum fram og til baka en hoppar yfir reitinn sem pökkurinn er í. Hoppað skal á öðrum fæti. Í fyrsta reitinn má nota hvorn fótinn sem er en síðan sama fótinn í hina einföldu reitana. Í tvöföldu reitina skal lenda á báðum fótum. Þegar komið er út á enda skal leikmaður snúa sér í síðasta hoppinu áður en hann lendir. Hoppa síðan til baka á sama hátt þar til komið er að reitnum þar sem pökkurinn er. Þá stoppar leikmaður í reitnum fyrir framan og beygir sig til að taka hann upp og heldur síðan áfram í heimahöfn. Kastar svo í næsta reit og endurtakekur yfirferðina á sama hátt. Ef leikmaður stígur á ramma, missir jafnvægi eða ef pökkurinn er ekki allur innan reits, er hann úr leik þar til röðin kemur aftur að honum og þá byrjar hann á þeim reit sem hann féll út úr. Sá sem fyrstur nær að klára alla reitina er sigurvegari leiksins.

Tröllakast – Nota skal handbolta. Hver einstaklingur fær 5 skot á markið en 3 ef liðakeppni. Skorið er samkvæmt stigunum sem eru merkt við götin á markinu.

This image has an empty alt attribute; its file name is DSCF1185-1024x768.jpg

Tröllatak – Lyfta þarf steinum sem merktir eru aldri tröllabarna upp á flata stóra steininn. Karlmenn 16 ára og eldri fá jafnmörg stig og merkt eru á þyngsta steininum sem þeir lyfta, en stigin tvöfaldast fyrir aðra. Þannig að barn eða kona sem lyftir steini 4 ára fær 8 stig.

Tröllafet – Staurinn skiptist í 10 litaða reiti. Leikurinn snýst um að feta sig áfram eftir staurnum, skref fyrir skref. Eitt stig fyrir hvern reit sem tekst að snerta með fæti.