Yfirvöld Samskipti

Home / Yfirvöld Samskipti

Á fundi Byggðarráðs Borgarbyggðar 30. janúar 2020 kemur fram eftirfarandi bókun:

Stjórnsýslukæra – Fossatún ehf

Framlögð tilkynning Samgöngu – og sveitarstjórnarráðuneytis vegna stjórnsýslukvörtunar.
Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Við höfum verið spurð um hvað málið snúist og því ákveðið að birta ástæðu kærunnar og samskiptin hér. Staða málsins er sú að Borgarbyggð er núna að undirbúa svar til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og í framhaldinu fáum við að vita hvort kæran verður tekin fyrir eða henni vísað frá.

Við trúum á opin gegnsæ samskipti einstaklinga og fyrirtækja við þá sem fara með vald og eftirlit og að verklag valdhafanna liggi skýrt fyrir. Því munum við birta framhaldið á þessu máli hér þegar það fer upp eða niður næsta þrep.

Samskipti við byggingarfulltrúa Borgarbyggðar vegna umsagnar á rekstarleyfi til Fossatúns og deiliskipulagsferli.

  • eftir Steinar Berg Ísleifsson –
  1. Ákvörðun um lokun tjaldsvæðisins í Fossatúni

Við í Fossatúni ákváðum árið 2015 að loka hefðbundnum tjaldsvæðisrekstri okkar, ekki af því að hann gengi illa, heldur vegna þess að okkur fanst samkeppnisumhverfið óeðlilegt. Við höfðum 10 árum áður stofnað til reksturs tjaldsvæðis með hámarksþjónustu, þ.e rafmagnstengingum, afbragðs góðri hreinlætisaðstöðum, með mögum salernum, sturtuaðstöðu, skipiklefum, heitum pottum, eldhúsaðstöðu, veglegu útigrilli, risabarnaleikkastala, mini-golfi og annari fjölbreyttri afþreyingaraðstöðu. Við höfðum kynnt okkur samkeppnisumhverfið og niðurstöðu Samkeppniseftirlits um að ríki og sveitarfélög mættu eingöngu reka tjaldsvæði með lágmarks þjónustu. Á þeim 10 árum sem liðu frá því vikð opnuðum gjörbreyttist þessi aðstaða og kröfur fólks. Sveitarfélögin komu í röðum til þess að skoða aðstöðuna hér í Fossatúni og breyttu síðan aðstöðu sinni til sömu áttar. Munurinn var sá að að þeirra rekstur var niðurgreiddur og þau buðu upp á fríðindi sem erfitt var fyrir einkarekstur, sem hafði stofnað til verulegs kostnaðar við uppsetningu aðstöðu, að keppa við s.s. ókeypis fyrir börn upp að 16 ára og eldri borgara, frítt rafmagnstengi o.fl. Við litum tilbaka yfir þau 10 ár sem liðin voru og ákváðum að ekki væri til framtíðar byggjandi á svo ójönfum samkeppnisreglum. Leita leiða til þess að nýta þá aðstöðu og uppbyggingu sem fjárfest hafði verið í til annara og nýrra hugmynda.

2. Deiliskipulagsbreyting – Camping Pods – Timburtjöld – Poddar

Hugmynd um einfalda íverustaði var nýkomin fram:  Camping Pods. Um var að ræða braggalaga bjálkahús, 2,4 m x 4,8 m að utanmáli og 9,5 m2 að innanmáli. Við kölluðum  þetta timburtjöld,. Hugmyndin var kynt þáverandi byggingarfulltrúa Borgarbyggðar, sem var afar hrifin og hvatti okkur til framkvæmda.

Ferðaþjónujstusvæðið í Fossatúni er skilgreint sem 5,3 ha spilda, Tíminn og vatnið, á lögbýlinu. Þar af eru annarsvegar 2,3 ha verslunar- og þjónustusvæði. Þar eru veitingahús, gistiaðstaða (hótelherbergi) og þjónustuhús tjaldsvæðisisns bæði hreinlætis- og eldhúsaðstaða. Hinsvegar er um 3 ha opið svæði, tjaldsvæðið. Byggingarfulltrúinn (Lúlú) sagði okkur að við hefðum tvo möguleika annarsvegar að setja timburtjöldin á tjaldsvæðið án deiliskipulagsbreytinga og þá kæmi til að greiða þyrfti Borgarbyggð stöðugjöld af þeim eða að stækka verslunar- og þjónustusvæðið með deiliskipulagsbreytingu og láta það taka til þess svæðis sem timburtjöldin væru staðsett á. Byggingarfulltrúinn lagði hart að okkur að gera deiliskipulagsbreytingu og færði þau rök fyrir máli sínu að það myndi reynast verulaga ódýrara heldur en árlegt stöðugjald. Við urðum við því og skiluðum inn deiliskipulagsbreytingu, sem tók til staðsetningar timburtjaldann,  til byggingarfulltrúa í nóvember 2015. Málið var hinsvegar hvorki tekið fyrir né afgreitt. Byggingarfulltrúinn lét af störfum annar kom í staðinn og mun talsverð óreiða hafa verið á málum byggingar- og skipulagssviðs á árinu 2016 og 17. Ég reyndi margoft að fá skýringu á töfum án árangurs.

Eftir að hafa rekið timburtjöldin í tvö ár ákvað ég árið 2017 fjölg þeim umfram það sem deiliskipulagsbreytingin frá 2015 gerði ráð fyrir. Átti fund með nýjum byggingarfulltrúa svo og yfirmanni skipulagssviðs og skilaði inn nýju deiliskipulagi. Til að gera langa sögu stutta þá fór þetta líka í eitthvað hjakkferli og var ekki afgreitt á eðlilegum tíma. Hér í framhaldi er tölvupóstur sem ég sendi í maí 2018.

From: Steinar Berg <steinar@fossatun.is>
Sent: 11. maí 2018 18:08
To: ‘sigurdurf@borgarbyggd.is‘ <sigurdurf@borgarbyggd.is>
Cc: ‘Gunnar S. Ragnarsson’ <gunnar@borgarbyggd.is>; ‘Sigurbjörg Áskelsdóttir’ <landlinur@landlinur.is>
Subject: v/podda í Fossatúni

Sæll Sigurður Friðgeir. Ég vildi gjarna fá að vita hvað er að eiga sér stað vegna deiliskipulagsbreytingar á tjaldsvæðinu í Fossatúni. Þegar þessi hugmynd kom upp og við settum fyrstu poddana á tjaldsvæðið árið 2015. Þá var Lúlú byggingarfulltrúi. Við áttum samtöl um það hvort þyrfti að breyta deiliskipulagi á tjaldsvæðinu þannig að það sýndi poddana eða hvort þetta yrði gert út á stöðuleyfi. Hún lagði hart að mér með að gera deiliskipulagsbreytingu á tjaldsvæðinu fyrir þá podda sem við settum fyrst upp með hennar vitund og vilja svo og því sem þá voru fyrirhugaðar viðbætur. Sérstaklega var tekið fram að um væri að ræða eingöngu innri breygingu deiliskiplags tjaldsvæðisins, þar sem veitinga- og gistisvæði var stækkað. Hún fór fram á að við skiluðum inn deiliskipulagi fyrir 1. desember 2016. Ég sendi henni deiliskipulag Úllu til Lúlú með pósti þann 30.11. 2016.  Ég heyrði svo aldrei meir frá henni né neinum öðrum þó ég grenslaðist fyrir um afdrif þessarar deiliskipulagstillögu.

Nú, í fyrra, 2017, lá fyrir að við vildum ganga lengra og þá gerðu Landlínur deiliskipulag þar sem poddabyggð var sett niður á allt tjaldsvæðið án þess ytri mörkum tjaldsvæðisins væri breytt. Við áttum svo fund, ég, Sigurbjörg, þú og Gunnar byggingarfulltrúi í september s.l. og þá skildist mér að þetta myndi klárast á vikum.  Þú sagðir mér svo síðar að Skipulagsstofnun hefði farið fram á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar og nefndir tvær forsendur fyrir kröfum þeirra: að um væri að ræða föst smáhýsi á grunni með fastri rafmagnstengingu. Hvorutveggja er rangt, poddarnir koma fullbúnir og eru hífðir, tyllt og festir á plötu á þrem mínútum og hægt að hífa tilbaka á öðrum þrem. Þá er ekki föst rafmagnslögn í poddana, heldur er þeim stungið í samband við rafmagnsstaurana á tjaldsvæðum eins og hjólhýsum. Þegar ég svo talaði við þig fyrr á þessu ári til að inna eftir gangi og lokum þá sagðir þú mér að áhöld væru um hver ætti að greiða fyrir breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar vegna þessa nýja þéttbýliskjarna í Fossatúni.

Satt að segja er það ofvaxið skilningi okkar hjóna í Fossatúni það flækjustig sem virðist fylgja því að setja upp poddana, sem við köllum líka timburtjöld, á tjaldsvæðið okkar. Svo ekki sé nú talað um tímann sem nú er að slá í þrjú ár. Hitt get ég upplýst að við erum nú kominn með 17 podda á tjaldsvæðið í Fossatúni í fullu samræmi við það deiliskipulag sem skilað var til Borgarbyggðar á síðasta ári. En það er ekki formlega samþykkt og lausir endar hvað varðar afleiðingar og kostnað á aðalskipulagi. Varla þarf að taka það fram að okkur findist það mikil og ósanngjörn gráglettni ef við fáum reikning fyrir aðalskipulagsbreytingar Borgarbyggðar. Ég spyr þig því í fyllstu einlægni, hvort þið skipulagsstarfsmenn og fulltrúar fólksins í Borgarbyggð sjáið ykkur fært um að klára þetta mál án frekari flækju og kostnaðar fyrir okkur óbreytta á plani. Einnig skal ég upplýsa að þessi poddahugmynd er að svínvirka og við höfum hug á því að bæta í og fjölga poddum enn frekar á þessu ári. Það er engin spurning að Poddaþorpið í Fossatúni er að bera hróður Borgarbyggðar út til heimsbyggðarinnar, sem vænlegs áfangastaðar!

Með von um að heyra frá þér varðandi lokakafla þessarar framhaldssögu.

Kv.

Steinar Berg  Ísleifsson

Work: +354 433 5800

Mobile: +354 893 9733

www.fossatun.is

Nokkru síðar kom Ragnar Frank í heimsókn til mín og við fórum yfir deiliskipulagið sem við lögðum til Borgarbyggðar í október 2017 og ég er að vísa til í póstinum til Sigurðar. Þar með átti allt að vera klárt til að taka deiliskipulagið fyrir. Það dróst hinsvegar.

3. Nýjar og ólíkar áherslur -framlenging rekstarleyfis.

Nýr byggingarfulltrúi kom til starfa 2018 að mér skilst. Hann kom í maí 2019 í fyrsta skipti til okkar til að taka út deiliskipulagsbreytinguna frá 2017 og vegna endrnýjunar okkar á starfsleyfi. Nýi byggingarfulltrúinn sagðist gera þá kröfu að timburtjöldin/smáhýsin væru mannvirki og það þyrfti að gera byggingarnefndarteikningar á þau hvert og eitt hýsi. Við urðum við því og öllum öðrum beiðnum sem komu frá byggingarfulltrúa. Vildum loka þessu ferli  sem við höfðum átt í frá 2015. Eftir úttektina sendi byggingarfulltrúinn neðangreindan póst til sýslumanns vegna endurnýjunar rekstrarleyfis okkar, sem á sér stað á 5 ára fresti.

Póstur sendur frá byggingarfulltrúa til sýslumanns á Vesturlandi.

  1. júní 2019 14:24  From::Byggingarfulltrúi Borgarbyggð <bygg@borgarbyggd.is>
    To: dadey@syslumenn.is
    Cc: ‘Steinar Berg’ <steinar@fossatun.is>; Bjarni Kristinn Þorsteinsson <bjarnikr@borgarbyggd.is>
    Subject: Ósk um framlengingu á Rekstrarleyfi. Verkefni: Umsagnarb.rekstrarl.GIV-Fossatún, Fossatúni, Borgarbyggð

Sæl Daðey

Staður:  Fossatún (F2275824), Borgarbyggð

Verkefni: Umsagnarb.rekstrarl.GIV-Fossatún, Fossatúni, Borgarbyggð

Varðandi rekstgarleyfi og lúkningu deiliskiplags

Staðan á verkefninu í dag.

Hef farið í úttekt á húsunum við Fossatún nýlega. Öll öryggisatriði sem slökkviliðsstjóri og byggingarfulltrúi Borgarbyggðar hafa farið fram á hafa verið uppfyllt af eiganda Fossatúns.  

Breytingartillaga – Deiliskipulagsbreyting ( nýtt deiliskipulag hefur tekið lengri tíma en áætlað var í upphafi hjá skipulagi Borgarbyggðar ) er  í lokafasa hjá hönnuði og verður formlega samþykkt hjá sveitarstjórn innan stutts tíma og sent til skipulagsstofnunar ríkisins til samþykktar.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef tel ég formlegum samþykktum verði ekki lokið fyrr en að 3 mánuðum liðnum.

Byggingarleyfisumsóknir fyrir átta litla svefnskála og tvær aðrar byggingar sem þegar eru byggðar verða teknar fyrir á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa um miðjan þennan mánuð.   

Eigandinn óskar því eftir að leyfið verði framlengt um 3 mánuð frá deginum í dag. 6.6.2019.

Lokaúttekt byggingarfulltrúa mun fara fram innan  þess tíma.   

——-

Sem sagt byggingarfulltrúinn ákvað að gefa aftur jákvæða umsögn til 3. mánaða þar sem Borgarbyggð þyrfti tíma til að yfirfara og auglýsa deiliskipulagið. Hann segir ranglega að við höfum óskað eftir 3. mánaða framlengingu leyfis. Við héldum að hann myndi gefa út endanlegt leyfi eftir útektina í maí þar sem allt var staðfest í lagi. Ákváðum að bíða og gefa Borgarbyggð tækifæri til að klára sitt enda staðfest að lokaúttekt muni fara fram innan þessara 3 mánaða. Við höfðum áður í þrígang endurnýjað rekstarleyfið án nokkurs vesens og skildum ekki af hverju byggingarfulltrúinn gat einfaldlega ekki klárað sína umsögn. Deiliskipulagsferlið sem getur tekið langan tíma á ekki að tefja útgáfu rekstarleyfis, sem gefið er út á grundvelli þess deiliskipulags sem er í gildi en ekki deiliskipulags sem er í ferli. 

Slökkviliðsstjóri sendi einnig inn umsögn sem var jákvæð svo og sendi Heilbrigðisfulltrúi inn jákvæða umsögn sem er hér:

 From: heilbrigdiseftirlit@vesturland.is <heilbrigdiseftirlit@vesturland.is>
Sent: föstudagur, 14. júní 2019 12:39
To: ‘Daðey Þóra Ólafsdóttir Sýslumaðurinn á Vesturlandi’ <dadey@Syslumenn.is>
Cc: ‘vinnueftirlit@ver.is‘ <vinnueftirlit@ver.is>; ‘borgarbyggd@borgarbyggd.is‘ <borgarbyggd@borgarbyggd.is>; ‘Bjarni Kristinn Þorsteinsson’ <bjarnikr@borgarbyggd.is>; ‘vesturland@logreglan.is‘ <vesturland@logreglan.is>
Subject: RE: Umsagnarb.rekstrarl.GIV-Fossatún, Fossatúni, Borgarbyggð

Góðan dag.

Hér kemur umsögn og greining HeV vegna starfseminnar sem rekin er að Fossatúni.

Eins og fram kemur í umsögn telur HeV starfsemi tjaldhýsa falli ekki undir lög nr. 85/2007.

Samrit af erindi þessu er sent til umsækjanda.

Með kveðju,

Helgi

Heilbrigðiseftirliti Vesturlands

Í umsögn heilbrigðisfulltrúa er matið gjörólíkt mati byggingarfulltrúa.  Eins og heilbrigðisfulltrúi tekur fram þá telur hann að starfsemi timburtjaldanna, sem hann kallar tjaldhýsi, falli ekki undir lög um gisti- og veitingaþjónustu, m.ö. o þurfi ekki byggingarleyfi og útheimti ekki að deiliskipulagt sé sérstakt verlsunar- og þjónustusvæði fyrir þá starfssemi, heldur sé um að ræða samskonar rekstur og skilgreiningu og við á um tjaldsvæði.

Það skal og tekið fram að heilbrigðisfulltrúi vísar til að á Suðurlandi hafi íverustaðir sem ekki eru varanlegir og færanlegir verið skilgreindir á þennan hátt þ.e. sem lausafjármunir en ekki sem varanlegt mannvirki. Okkur í Fossatúni finnst þessi skilgreining nær þeim raunveruleika sem við upplifum við rekstur timburtjaldanna, poddanna, sem við köllum, heldur en mannvirkjatúlkun byggingarfulltrúa Borgarbyggðar. Í öllu falli þá er óásættanlegt að leikreglur séu ekki skírar.

4. Samskipti vegna rekstarleyfis

Upp úr miðjum ágúst s.l. hafði ég samband við byggingarfulltrúa til að spyrjast fyrir um lokaúttektina sem staðfest er í pósti hans að myndi eiga sér stað innan þriggja mánaða frá 6. júní. Vakti einnig athygli á að ósamræmi væri í mati heilbrigðisfulltrúa og byggingarfulltrúa. Ítrekaði að bráðabirgðarrekstrarleyfið sem byggingarfulltrúi vildi einungis skrifa upp á í júní myndi renna út 14. september og mikilvægt fyrir okkur að það yrði endurnjýjað fyrir þá dagsetningu. Ég fékk samband við stúlku/konu sem ekkert vissi um málið og bað mig að skrifa til þeirra og þau myndi svara. Ég sendi eftirfarandi póst:

From: Steinar Berg <steinar@fossatun.is>
Sent: 22. ágúst 2019 11:58
To: ‘bygg@borgarbyggd.is‘ <bygg@borgarbyggd.is>
Subject: FW: Umsagnarb.rekstrarl.GIV-Fossatún, Fossatúni, Borgarbyggð

Sæl. Meðfylgjandi hér er umsögn Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Eins og sjá má í texta hér að neðan þá telja þau að poddarnir séu tjaldhýsi sem falli ekki undir lög um veitinga og gistiþjónustu. Falli poddarnir ekki undir umrædd lög er ljóst að aðrar kröfur gilda en þær sem settar voru fram af byggingarfulltrúa Borgarbyggðar.

Með tilvísan til samskipta okkar fyrr í sumar þá vildi Þórólfur ekki gefa út staðfestingu frá Borgarbyggð til Sýslumanns fyrr en búið væri að samþykkja deiliskipulag og síðan húsakost hjá þartilbærum nefndum hjá sveitafélaginu.

Mér er ekki kunnugt um að deiliskipulagið hafi verið samþykkt, ef svo er vinsamlega látið mig vita.

Ég er ekki og alveg sáttur við þann óskýrleika og mikla tíma sem tekið hefur að loka þessum málum hjá Borgarbyggð. Finnst reyndar að krafan um smáhýsabyggð sé ekki eðlileg og þetta standi miklu nær því sem viðgengst á tjaldsvæði. Umhverfið ferðaþjónustunnar er í þróun og okkur hér í Fossatúni hefur komið til hugar að hér mætti vera blanda af tjaldsvæði þar sem fólk ætti þess kost að koma líka með sín hjólhýsi og húsbíla og tengir í rafmagn og nýtur aðstæðna sem í boði eru á sama hátt og gestir sem eru í poddum.  Hver væri deiliskipulags skilgreiningin þá?

Í öllu falli við höfum í tvígang þurft að endurnýja rekstarleyfi okkar til bráðabirgða vegna óskýrleika þessara mála. Hver er staðan núna þegar gildandi bráðabirgðarleyfi rennur út 14.9. n.k.?

Kv.

Steinar Berg  Ísleifsson

Work: +354 433 5800

Mobile: +354 893 9733

www.fossatun.is

 

Ekkert svar barst og ég hringdi ítrekað og bað um að fá að tala við Þórólf, skildi eftir skilaboð en hvorki hósti né stuna. Ekkert svar, engin tilraun til samskipta frá hendi byggingarfulltrúans.

Rekstarleyfi Fossatúns rann út 14.9. á mánudeginum 16. var eftirfarandi póstur sendur frá Fossatúni:

mán. 16.9.2019 11:09   –  to: ‘Byggingarfulltrúi Borgarbyggð’ <bygg@borgarbyggd.is>;         

Sæll Þórólfur.

Ég hef ítrekað reynt að ná á þig. Rekstrarleyfi okkar í Fossatúni er útrunnið og fæst ekki endurnýjað nema staðfesting þín liggi fyrir. Við höfum uppfyllt öll skilyrði sem sett vour af byggingarfulltrúa, slökkviliðsstjóra og heilbrigðisfulltrúa. Slökkviliðsstjóri og heilbrigðisfulltrúi hafa sent inn staðfestar umsagnir, en þú ekki. Hvað veldur?

Að vera án rekstarleyfis hefur afleiðingar strax fyrir rekstur okkar, þar sem dagsetningar leyfis eru skráðar hjá birgjum okkar t.d. þeim sem selja okkur áfengi. Þannig erum við í þeirri stöðu núna að geta ekki keypt áfengi þar sem við erum án rekstarleyfis. Þessi staða og meðferð máls okkar er algerlega óviðunandi.

Ég treysti því að þú veitir Daðey hjá Sýuslumanni jákvæða umsögn eins og við eigum skilið og við í framhaldi getum gengið frá rekstarleyfi.

Hvað varðar deiliskipulagið þá liggur fyrir að við höfum samþykkt það sem hefur verið farið fram á en óskum þess að staðfest sé að sömu reglur gildi um okkur og önnur mál af svipuðum toga bæði innan héraðs og milli landshluta.

Ég hef sent nokkra pósta áður hvað þetta efni varðar og hringt en ekki fengið nein svör. Vinsamlega breyttu því til betri vegar.

Kv.

Steinar Berg  Ísleifsson

Work: +354 433 5800

Mobile: +354 893 9733

www.fossatun.is

Skilaboð vegna málsins voru send til Landlína þann 12. september sem sá um hönnun deiliskipulagsins  eða 2 dögum áður en rekstarleyfið rann út en þau komu ekki til mín fyrr en 17.9.

Póstur frá Sigurði Friðgeir til Sigurbjargar hjá Landlínum.

fim. 12.9.2019 10:51

Efni: Fossatún breyting á deiliskipulagi.

Skv. byggingarreglugerð er ekki möguleiki að kalla svefnskála smáhýsi, smáhýsi flokkast undir geymslu í reglugerðinni, bygging án rafmagns, vatns o.s.frv.  Þessu þarf að breyta áður en skipulagstillaga verður auglýst. Byggingarfulltrúi getur ekki veitt byggingarleyfi ef um smáhýsi er að ræða.

Sveitarfélagið getur auglýst breytingartillögu um leið og uppfærð tillaga berst.

Með vinsemd

Sigurður Friðgeir

Vegna mannlegra mistaka fékk ég ekki að vita af þessum pósti fyrr en 17.9. þ.e. pósturinn var áframsendur á óvirka e-mailaddressu, steinar@steinsnar.is en ekki steinar@fossatun.is 

Ég ákvað að hringja í símatíma byggingarfulltrúa þennan dag þar sem hann hafði aldrei tekið símann ef ég hafði hringt í hann beint vikurnar á undan. Hann brást skringilega við þegar ég ávarpaði hann og spurði um ástæðu þess að hann hafi ekki gefið jákvæða umsögn til sýslumanns. Hann sagðist það tengjast því að orðið smáhýsi væri notað til að lýsa „poddunum“ og það yrði að taka það orð út úr deiliskipulaginu og setja orðið svefnskáli í staðinn þar sem smáhýsi þýddi allt annað eða geymsla eða áhaldaskúr. Ég sagðist ekki vera sammála en væri engu að síður tilbúinn að breyta þessu. Spurði hann hvort munnleg staðfesting mín þess efnis dygði til að hann sendi sýslumanni jákvæða umsögn. Hann neitaði því og sagðist ekki myndi senda inn jákvæða umsögn fyrr en hann sæi breytinguna á deiliskipulaginu á prenti.

Póstur sendur frá Landlínum til Sigurðar Friðgeirs

þri. 17.9.2019 16:10

Sæll Sigurður,

Ég er búin að taka út orðið smáhýsi og setja í staðin svefnskáli. Bætti við kafla um kynningu og samráð.

Með kveðju,

Vilborg Þórisdóttir

Umhverfisskipulagsfræðingur, Landlínur

Þar með átti ég von að að byggingarfulltrúi myndi senda inn jákvæða umsögn til sýslumanns eins og hann hafði sagst ætla að gera þegar búiðð var að senda inn staðfestar breytingar frá smáhýsi til svefnskála. En svo varð ekki.

Að morngi 19.9. fæ ég hringingu frá Lögreglunni á Vesturlandi þar sem þeir tilkynna mér að þeir séu á leiðinni til að innsigla Fossatún, þar sem starfssemin fari fram án rekstarleyfis. Ég brást strax við og hringdi í byggingarfulltrúa án árangurs. Sendi þá eftirfarandi póst:

Póstur frá Fossatúni 19.9.

From: Steinar Berg <steinar@fossatun.is>
Sent: 19. september 2019 11:02
To: ‘Þórólfur Óskarsson’ <thorolfur@borgarbyggd.is>
Cc: ‘Gunnlaugur A. Júlíusson’ <gunnlaugur@borgarbyggd.is>; halldora.thorvaldsdottir@borgarbyggd.is; ‘Bjarni Kristinn Þorsteinsson’ <bjarnikr@borgarbyggd.is>; sigurdurf@borgarbyggd.islandlinur@landlinur.is; ‘Daðey Þóra Ólafsdóttir Sýslumaðurinn á Vesturlandi’ <dadey@Syslumenn.is>
Subject: FW: Ósk um framlengingu á Rekstrarleyfi. Verkefni: Umsagnarb.rekstrarl.GIV-Fossatún, Fossatúni, Borgarbyggð

Sæll Þórólfur. Í morgun barst mer símtal frá lögreglunni á Vesturlandi, sem tilkynnti mér að rekstri Fossatúns yrði lokað á morgun eða í allra síðasta lagi á mánudag.

Geturðu útskýrt fyrir mér hvað veldur því að þú hefur ekki gefið sýslumanni umsögn eins og þú staðfestir að þú myndir gera strax og orðalagsbreytingin frá smáhýsi yfir í svefnskáli lægi fyrir í deiliskipulaginu.

Sigurður Friðgeir hefur staðfest að þú hafir upplýsingar um þessa breytingu. 

Kv.

Steinar Berg

Ekkert svar hvorki við þeim skilaboðum sem ég hafði skilið eftir símleiðis, né ofangreinidum pósti. Mér datt þá í hug að hafa samband við sýslumann á Vesturlandi, þar sem þeir höfðu í júní fengið póst og staðfestingu þess að allt væri í lagi hvað rekstur Fossatúns varðar eins og verið hafði í 15 ár. Fór fram á að fá endurnýun bráðabyrgðarleyfis til að forðast insiglun lögreglunar enda væru engar athguasemdir fyrirliggjandi hvað reksturinn varðar frá byggingarfulltrúanum í Borgarbyggð. Málið var lagt fyrir og samþykkt með eftirfarndi pósti:

From: Daðey Þóra Ólafsdóttir Sýslumaðurinn á Vesturlandi <dadey@Syslumenn.is>
Sent: fimmtudagur, 19. september 2019 12:19
To: Steinar Berg <steinar@fossatun.is>
Cc: vesturland@logreglan.isvesturland.vardstjorar@logreglan.is
Subject: Fossatún – bráðabirgðaleyfi

Sæll Steinar

Við höfum yfirfarið stöðu umsóknar Fossatúns ehf um rekstrarleyfi og komist að þeirri niðurstöðu að umsækjanda verði ekki kennt um drátt á umsögnum vegna hennar.  Því höfum við ítrekað umsagnarbeiðnina til byggingafulltrúa Borgarbyggðar og framlengt bráðabirgðarekstrarleyfið í 3 mánuði, sjá viðhengi.

Kveðja,

Daðey

—————————————————————-

Daðey Þóra Ólafsdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs

Sýslumaðurinn á Vesturlandi-Akranesi

Sími 458-2352

dadey@syslumenn.is

5. Staðan núna (þetta er skrifað 12. desember 2019)

Það tókst sem sagt að forða því á síðustu stundu að rekstur Fossatúns yrði innsiglaður föstudaginn 19. september s.l. Ég átti í framhaldinu í samskiptum við Gunnlaug Júlíusson og Halldóru Þorvaldsdóttur, sem bæði komu byggingarfulltrúa til varnar og fullyrtu að hann væri einungis að framfylgja því sem stæði í byggingarreglugerð en þar væri alveg skýrt að orðið smáhýsi þýddi ákveðna gerð af húsum og væri ekki hægt að nota það orð í deiliskipulagi fyrir hýsi sem væru íverustaðir.

Ég leitaði því til Mannvirkjastofnunar sem hefur staðfest að túlkun byggingarfulltrúa, Gunnlaugs og Halldóru á notknun orðsins smáhýsi sé alfarið röng. Þó orðið smáhýsi sé notað á ákveðinn hátt í byggingarreglugerð þá breyti það ekki hugtakinu og orðnotkun orðsins í íslenskri tungu og geri það ekki óhæft til notkunar skv. hefðbundinni merkingu. 

Í nefndum samskiptum, segir skýrt hvað afstöðu Mannvirkjastofnunar hefur um orðnotkunina í póstum frá Vífli Björnssyni:

„Eins og ég nefndi, ef deiliskipulag er með skýrskot í skilgreind hugtök, t.d. orðið smáhýsi, þá þarf það ekki endilega að hafa beina tengingu við reglugerðina.  

„Og þessvegna tilgreindi ég jafnframt að þegar ráðgjafar, eða þeir sem vinna við gerð deiliskipulags eru með áður tilgreind hugtök, þá er ekki endilega þar með sagt að þeir séu að styðjast við hugtök Byggingarreglugerðar.“

Þá benti Vífill mér á að í 2. kafla leiðbeininga um smáhýsi stendur:

„Með smáhýsi er hér átt við óeinangraða skúra úr timbri, gleri eða sambærilegu efni.“ Semsagt Mannvirkjastofnun er hér að nota orðið í þrengri merkingu en íslensk málvitund segir til um, en alls ekki að halda því fram að smáhýsi geti einungis þýtt verkfæraskúr eða þvíumlíkt. 

Við þetta vil ég svo bæta að ég átti fund með Gunnhildi Gunnarsdóttur en hún fer með mál Mannvirkjastofnunar hjá Félagsmálaráðuneytinu. Hún sagði það af og frá að tiltekin notktun hugtaka eða orða í reglugerð útilokaði hefðbundna notkun þeirra. Fullnægjandi væri að notkun t.d. á smáhýsi, kæmi fram í lýsingu.

 Það er því er virðist úr lausu lofti gripið og/eða geðþóttaákvörðun núverandi byggingarfulltrúa  að ekki sé heimilt að nota orðið smáhýsi og lýsa  jafnframt notkun á slíkum húsakosti þar sem getur verið ívera, í deiliskipulagi.

Alvarleiki málsins snýr hinsvegar ekki að málfarslögguæfingum heldur að meðvitað ákvað byggingarfulltrúi að skrifa ekki jákvæða umsögn fyrir Fosatún ehf. til þess að endurnýja rekstarleyfið til 5 ára, heldur ákvað hann að skila ekki inn umsögn verandi sér fullkomnlega meðvitaður um að slíkt leiddi til innsiglunar á rekstri Fossatúns ehf.  Er það virkilega á þennan hátt sem sem Borgarbyggð vill nálgast og vinna að uppbyggingu starfssemi í sveitarfélaginu?

Við í Fossatúni höfum orðið við öllum beiðnum byggingarfulltrúans en ekkert heyrt frá honum síðan hann sendi póstinn til sýslumanns með afriti til okkar þann 6. júní s.l. utan orðskiptanna í símatímanum, þar sem hann sagðist myndi veita jákvæða umsögn strax og hann sæi orðalagsbreytinguna sem hann vildi þvinga fram í andstöðu við Mannvirkjastofnun. 

Starfssemin í Fossatúni fer fram á deiliskipulögðu og skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði. Svæðið er að þróast og áður hafa breytingar deiliskipulagi verið í farvatninu án þess að slíkt hindraði útgáfu rekstarleyfis.

Umsóknin um rekstrarleyfið snéri að þeirri starfssemi sem fer fram á þegar skilgreindu verslunar og þjónustusvæði og hvorki byggingarfulltrúi né aðrir umsagnaraðilar höfðu athguasemdir við þá starfssemi.  Hvað var því til fyrirstöðu að Byggingarfulltrúi skilaði inn jákvæðri umsögn á þennan rekstur sem verið hefur í vexti og uppbyggingu í 15 ár?

Sú viðbótardeiliskipulagsbreyting sem til er komiin vegna poddanna og aðstöðu í kringum þá fer fram á opnu svæði/tjaldsvæðinu sem einnig er hluti núverandi deiliskipulags Fossatúns ehf. Það var með fullu samþykki fyrrverandi byggingarfulltrúa að þessi starfssemi færi fram þó skilgreiningar og breytingar á deiliskipulagi væru ekki komnar í gegn. Það hefur dregist að ganga frá skilgreiningum vegna þessa of lengi en við í Fossatúni veriðum ekki sökuð um þær tafir enda skiluðum við inn deiliskipulagsbreytingu 2015 og aftur 2017.

Byggingarfulltrúi tók út poddana og eldhúsaðstöðuna tengt rekstirinum sem þarna átti sér stað í maí s.l.  Bæði á þegar skilgreindu verslunar- og þjónustusvæði svo og opna svæðinu þar sem poddar og eldhúsaðstaða er. Fór fram á uppsetningu brunatækja í poddum ofl. smávægilegt og að skilað yrði inn byggingarnefndartekiningum. Þetta var gert strax. Þannig er fyrirliggjandi að allt sem viðkemur rekstri í Fossatúni er í lagi þó formleg deiliskipulagsbreyting sé ekki gengin í gegn.

Deiliskipulagsferlið innifelur í sér óverulegar breytingar er miklu frekar staðfesting á því sem orðið er og þegar búið að taka út. Hvað er því til fyrirstöðu þess að gefa jákvæða fullgilda umsögn en ekki bráðabirgða? Framlenging sýslumanns frá 19. september var í þrjá mánuði eða til 14. desember. Þannig að aðeins örfáir dagar eru til stefnu, þegar þetta er skrifað.