Poddur

Home / Poddur

Poddur – Gisting við góðar aðstæður

Hugsaðu um poddinn sem lúxusviðbót fyrir tjaldið þitt. Góð aðstaða, kósíheit og þægindi ásamt öryggi gagnvart óvissu íslensku veðri. Verð fyrir gistingu miðast við poddinn og kemur upp þegar ýtt er á bókunarhnappinn hér á síðunni. Þá býðst líka Troll10 voucher, sem gefur afslátt sem aðeins er í boði þegar bókað er í gegnum heimasíðuna hér.

Poddarnir í Fosatúni eru svefnpokapláss en lak er á hverju rúmi, 60% gesta hafa með sér eigin svefnpoka eða rúmfatnað. Ef ekki, er hægt að leigja rúmfatapakka með: sæng, kodda, rúmfötum og handklæði. Verð á rúmfatnaði miðast við heildardvöl ekki fyrir hverja nótt, sama verð fyrir 1 nótt og 2 eða fleiri: 1500 krónur ef pantað er fyrirfram en 2000 á innritunardegi. Stór hluti gesta í poddum dvelja í 2 nætur eða fleiri. Aldurstakmark er 20. 

Gisting í podda er hentug lausn fyrir gesti sem leita að góðri grunngistingu og sanngjörnu verði.  Poddarnir eru einangraðir, upphitaðir og í hverjum podda er lítill kæliskápur. Aðgengi er að vel útbúnu eldhúsi, kolagrilli, hreinlætisaðstöðu, baðherbergjum, sturtum, skiptiklefum og heitum pottum.  Fallegt umhverfi, Tröllagarðurinn, áhugaverðar gönguleiðir ásamt svo miðlægri staðsetningu á Vesturlandi eru tilvaldar ástæður til að heimsækja Fosstún og dvelja þar og/eða fara þaðan í dagsferðir í allar áttir. 

Standard poddar eru fyrir 2 fullorðna. Þeir eru með hjónarúmi (140 × 200 cm). Flestir (nr. 11-17 og 20-25) eru með sæti/útdraganlegan bekk sem auðvelt er að framlengja í aukarúm (70 × 200 cm) fyrir auka manneskju. Rukkað er fyrir auka manneskju í standard podda. Inanrýmið í/undir bekknum er einnig er hægt að nota sem geymslurými. Hinir fimm (nr. 4,5,8,9,10) eru með sætabekk.

Þrír poddanna (Twin Pod Cottages) eru kofalaga og þeir eru með tveimur aðskildum rúmum (80 × 200 cm) fyrir tvo fullorðna svo og setuverönd við innganginn.

Fjölskyldupoddar 3  hafa 3 rúm, hjónarúm (140 x 200 cm)  og í sérrými, einsmanns rúm (90 x 200 cm). Fjölskyldupoddar 4 hafa hjónarúm  í sérrými (140 × 200 cm) og viðbótar  og tvö einstaklingsrúm (80 × 200 cm) .

Morgunmatur er ekki innifalinn í poddagistingu– en gott og hagstætt morgunverðarhlaðborð er á veitingastaðnum

Innritun 16-20 – Útritun 08-11 – Einnig er sjálf innritun (self check in) í boði.